AFHVERJU BEILSI?

AFHVERJU BEILSI?

Afhverju beisli? Til þess að veita hundinum okkar allra bestu þægindin. 

Að nota ól í göngum og sama gyldir um vitlaus/röng beisli:
veldur þrýsting á barka, mænu, hrygg, vélinda og mörg önnur lífærri.  það ýtir líka undir stoðkerfis og vöðvavandamála hjá hundum, getur líka skegt göngulagið. Prufaðu að hugsa þetta eins og öryggis beltið í bílnum þínum sé um hálsinn á þér eða virlaust staðsett.  það er óþægilegt að vera með álag á vitlausum stöðum og sérstaklega þegar tosað er. 

það er mjög gott að nota beisli í þjálfun fyrir hvolpa/hunda 
sem hafa ekki enn lært að ganga í taum. Beisli kemur í veg fyrir  hann flækist í taumnum og hugsanlega meiðist í því ferli. 
Beisli býður líka upp á miklu betri stjórn á hundinum og leyfir honum að líða vel.
Ef bú ert með sterkan eða mjög stóran hund, gefur beisli þér miklu betri stjórn og er auðveldara fyrir líkaman hjá þér í leiðinni. Hundar geta meitt sig rosalega á því að nota bara ól og taum í göngum, skerðir lika mögulega lífsgæði hans. þar sem ólinn þrýstist á einn stað á líkamanum meðan beisli dreifir þrýstingi á stærra og rétt svæði. Svo ef hundurinn þinn á erfitt með að standa upp sjálfur og þarf mögulega aðstoð dregur beislið hann varlega upp án þess að átakið valdi honum óþægindum. 


MUNA AÐ FINNA RÉTTU STÆRÐINA.

Góð þumalputta regla: Ekkert eitt beisli hentar öllum!  En mæli ég með svokölluðum Y & H beislum, þau sitja best á hundinum.

Mjög gott myndband á Youtube sem mér finnst næstum skildu áhorf, það sýnir helstu kosti og galla við margar tegundir af beislum.
https://www.youtube.com/watch?v=C8W1nPXLMFE



VELJA BEILSI

Á þessari mynd má sjá rétt staðsett beisli. Best er að skoða staðsetningu á beislinu með smá togi, setjum þetta í aðstæður eins og þú værir í göngu með hundinn. 
1. Passa að beislið sé rétt staðsett á háls. gott að miða við að beislið sé um hálsinn svipað og hásól.
2. hálsbandið þarf að fara yfir herðablaðið á hundinum og er auðvelt að finna þegar þú þreifar.
3. beislið á að vera staðsett fyrir ofan þetta bein. 
4. Hafa skal nóg pláss frá handarkrikum eða að lágmarki 1-2 putta meðan við tos á beislinu. ef ekki þá mun beislið skerast og meiða hundinn í handarkrikum þegar hann hreyfir sig.
5. Aldrei á að staðsetja beislið lengra en hjá síðustu 3 rifbein. (Skilja eftir 3 rifbein)

Back to blog